Orðalisti

Kæra

Með kæru getur verið átt við:

  1. Tilkynning til lögreglu um að meintur refsiverður verknaður hafi verið framinn eða
  2. Málskot til æðra stjórnvalds, stjórnsýslukæra. Til að mynda er hægt að kæra til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjóra og héraðssaksóknara um að vísa frá kæru, hætta rannsókn, fella mál niður og falla frá saksókn innan eins mánaðar frá því að viðkomandi var tilkynnt um viðkomandi ákvörðun.
  3. Málskot til Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar á úrskurðum sem eru kveðnir upp undir rekstri máls auk annarra ákvarðana dómara. Má sem dæmi nefna að hægt er að kæra úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar.